150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:28]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Það er ekki oft sem við í Viðreisn erum sammála Miðflokknum en hér erum við hjartanlega sammála. Það vantar alla ráðdeild í opinberan rekstur og við styðjum heils hugar þessa tillögu um viðbótaraðhaldskröfu á hið opinbera.