150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:32]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Fíkniefnavandinn er eitt af alvarlegustu og erfiðustu málum sem steðja að þjóðfélaginu. Sterkari fíkniefni hafa náð fótfestu hér á landi en áður. Fíkniefnasala á netinu færist mjög í vöxt og auðveldar aðgengi að fíkniefnum. Það er sannað að aukið fíkniefnaeftirlit á landamærum skilar árangri. Það þarf að styrkja tollgæslu í baráttunni gegn innflutningi á vímuefnum. Miðflokkurinn leggur áherslu á að auka fjárveitingar til þessa mikilvæga málaflokks. Flytur flokkurinn breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þess efnis að sérstakt aukaframlag upp á 250 millj. kr. fari til embættis tollstjóra til að auka fíkniefnaeftirlit Tollgæslunnar á landsvísu og bæta öryggi á landamærum. Það gerir grein fyrir atkvæði sínu.