150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:47]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F):

Herra forseti. Það sem ég vil vekja athygli á er að í þessum tillögum er m.a. gert ráð fyrir að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Ég tel að með þessari breytingu sé verið að stíga mikið framfaraskref í bílamálum lögreglunnar í landinu. Það kerfi sem uppi var með rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra hafði runnið sitt skeið á enda og eru langflestir innan lögreglunnar sammála um þá breytingu. Með þessu móti geta embættin nýtt þá fjármuni sem settir hafa verið í bílamál embættanna á síðustu árum mun betur en gert hefur verið. Það er hægt að fjölga ökutækjum, auka akstur og sýnileg löggæsla verður miklu meiri fyrir sama eða minna fjármagn og verið er að nota í málaflokkinn í dag.