150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:52]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég get tekið undir margt í því sem fram kemur í áliti 3. minni hlutans sem rökstuðningi fyrir þessari breytingartillögu en ég get hins vegar ekki fallist á það að við tökum skref í aðskilnaði ríkis og kirkju með þessum hætti. Ég vísa þingheimi á ágæta þingsályktunartillögu sem fjallar um þetta efni þar sem er þó gert ráð fyrir þessum fulla aðskilnaði en að það verði vandað mjög til verka við að ná þeim aðskilnaði fram.