150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:01]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Fátt er nú meira rætt um alla heimsbyggðina en umhverfis- og loftslagsmál. Við greiðum hér atkvæði um þessa þætti og það er því miður ekki hægt að merkja að ríkisstjórnin taki loftslagsbreytingar sérstaklega alvarlega í verki. Við sjáum það ekki í þessu fjárlagafrumvarpi. Það er mikið talað en það er ekki nóg. Við þurfum aðgerðir, við þurfum athafnir. Þótt loftslagsmál skipi e.t.v. stærri sess hér en oft áður þarf að gera betur og góður vilji og fögur orð hæstv. forsætisráðherra duga ekki til að vega upp það sem á skortir í beinhörðum aðgerðum. Hér duga engin vettlingatök og ég skora á hv. þingheim að leggja nú gjörva hönd á græna hnappinn, það þarf raunar ekki heila hönd heldur bara einn fingur, til að leggja loftslagsmálum lið í verki.