150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:03]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Þessi tillaga er góðra gjalda verð, enda engan veginn nægilega mikið gert í loftslagsmálum og umhverfismálum almennt í stefnu þessarar ríkisstjórnar. Hér er hins vegar um mjög háa fjárhæð að ræða sem ekki er fjármögnuð með öðrum aðgerðum á móti í niðurskurði í fjárlögunum og því getum við ekki stutt hana svo fram komna. Við hefðum líka viljað sjá það betur útfært í hvað þetta fjármagn hefði átt að renna. Hún undirstrikar hins vegar metnaðarleysi sitjandi ríkisstjórnar í umhverfismálum og mikilvægi þess að enn betur sé gert.