150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:04]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ríkisstjórnin stefnir að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Ein af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er tvöföldun í nýskógrækt á árinu 2022. Hvernig fer það saman, herra forseti, að ætla að tvöfalda skógrækt en skera jafnframt á sama tíma framlög til skógræktar niður? Hér ætti fremur að auka framlög verulega til skógræktar enda er skógrækt árangursríkasta aðferðin til kolefnisbindingar. Því leggur Miðflokkurinn til að þessi niðurskurður í skógrækt verði leiðréttur og leggur til 30 millj. kr. aukin framlög til skógræktar.