150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:08]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að það verður að leggja 2 milljarða í rannsóknir og vöktun á náttúrunni á Íslandi. Við vitum öll hvers vegna það er. Það er bæði vegna þess að hér hefur eldgosahætta farið vaxandi. Við þurfum ekki annað en að horfa á fimm megineldstöðvar í ákveðnum ham, við getum líka nefnt jarðskjálfta. En þetta er mjög mikilvægt vegna þess að loftslagsbreytingar auka á náttúruvá og auk þess er í þessum fjárlögum verið að bæta við nærri 70 millj. kr. Ég hvet allan þingheim til að greiða þessum tillögum atkvæði.