150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Í stað þess að ráðast í stórsókn í menntamálum, sem talað var um fyrir kosningar, sjáum við fram á lækkun á heildarfjármagni milli ára. Við leggjum þess vegna til 1 milljarð aukalega í framhaldsskólana til að koma í veg fyrir lækkun, m.a. þessara stofnana: Menntaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Menntaskólans á Akureyri, Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans á Egilsstöðum, Menntaskólans á Laugarvatni, Flensborgarskóla, Fjölbrautaskólans á Suðurlandi, Verkmenntaskólans á Austurlandi, Verkmenntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ég trúi ekki að ríkisstjórnin ætli að skera niður raunframlög til þessara skóla.