150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:19]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Forseti. Það verður nú að dást að bjartsýni hv. þingmanns hér á undan mér. Við í Viðreisn styðjum þessa tillögu heils hugar enda er meint stórsókn ríkisstjórnarinnar í menntamálum orðin tóm. Það þarf verulega að bæta úr, sér í lagi hvað varðar háskólastigið og þess vegna styðjum við þessa breytingartillögu.