150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:20]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F):

Herra forseti. Hér er um að ræða breytingu á Lánasjóði íslenskra námsmanna yfir í Menntasjóð sem er félagslegur stuðningssjóður og mun auka jafnræði í styrkjum. Þetta er talsvert framfaraskref og stórsókn í menntamálum þó svo að menn sitji hjá hér. Hér er verið að einfalda einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins að sækja sér nám. Ég vænti þess að menn ýti á grænan takka fremur en gulan vilji þeir sjá stórsókn í menntamálum.