150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:24]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Bráðaþjónusta Landspítalans er varla starfhæf og eiginlega orðin hættuleg. Okkur ber að leggja meiri peninga í þetta og ástandið er að versna. Við eigum eftir að semja og fá inn fleiri hjúkrunarfræðinga. Það er verið að taka burtu ákveðna kjaraauka sem þau hafa fengið þannig að okkur ber að auka við. Það er skylda okkar að sjá til þess að allir fái sjúkrahúsþjónustu við hæfi.