150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:28]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Hér er fjárfestingarframlag til nýs Landspítala lækkað um 3,5 milljarða frá því sem áður var áætlað í frumvarpinu. Samt sem áður verður þetta stærsta ár framkvæmdarinnar frá upphafi en 5 milljörðum verður varið á árinu 2020 í þessa flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Áformuð lok framkvæmdarinnar eru áfram á árinu 2024 en nýr meðferðarkjarni mun gjörbreyta umgjörð og starfsemi Landspítala og þar með heilbrigðisþjónustunnar í heild. Því ber að fagna.