150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:29]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Enn grípur ríkisstjórnin til þess ráðs að skera niður í fjárfestingum til að fjármagna almenna útgjaldagleði sína. Það hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni fyrir verkstjórn á byggingu Landspítalans ef það er skyndilega hægt að skera niður fjármagn til framkvæmdarinnar um jafn mikið og raun ber hér vitni, yfir 40%. Það þýðir væntanlega að það sé enginn gangur í þessari framkvæmd miðað við þær áætlanir. Ég á erfitt með að kaupa þessar útskýringar og það veldur vonbrigðum að verið sé að hægja svo mjög á þessari mikilvægu framkvæmd fyrir alla landsmenn.