150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þarna er verið að skera niður framkvæmdir á nýjum Landspítala en það ætti frekar að spýta í. Það er ömurlegt ástand á sjúkrahúsunum. Við vitum hvernig bráðamóttakan er, við vitum af röskuninni og óþægindunum sem eru í kringum þessa byggingu. Fyrst við erum á annað borð byrjuð að byggja hana og grunnurinn er að fara að rísa upp eigum við að spýta í og klára þetta sem fyrst en ekki draga úr framkvæmdum.