150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er dæmi um pínulítið öfuga forgangsröðun miðað við þá hagsveiflu sem við erum í, að draga svona úr framkvæmdum við verkefni sem á að auka ábatann, draga úr þeim erfiðleikum sem nú eru á spítalanum. Það virðist vera hægt að draga úr framkvæmdum núna og auka framkvæmdahraðann seinna í staðinn. Af hverju er ekki hægt að auka framkvæmdahraðann í ár og vera jafnvel búin fyrr en 2024 með þetta verkefni þannig að við njótum ábatans þeim mun fyrr? Ég kaupi ekki þessa skýringu en að öðru leyti styðjum við rekstrarframlög sem fara í sérhæfðu sjúkrahúsþjónustuna sem lögð eru til.