150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:33]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um aukið fjárframlag til slysamóttöku heilbrigðisstofnana úti á landi, í almennar lyflækningar, göngudeildarþjónustu og sérgreinalækningar. Það er sama hvert litið er þegar horft er til heilbrigðiskerfisins: Betur má ef duga skal. Flokkur fólksins hefur boðað ýmsar breytingartillögur. Þær miða allar að því að afmarka sig við heilbrigðismál og löggæslu og að hámarka lægstu launin. Miðað við hvernig ástandið er á þessu sviði ættum við að geta sammælst um að ef forgangsraða á fjármunum í eitthvað á að setja fólk í fyrsta sæti.