150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:38]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um það hvort við eigum að auka fjármagn til sjúkraflutninga úti á landi, hvort við eigum að reyna að koma til móts við Íslendinga sem kjósa að búa úti um allt land en ekki á einhverjum ákveðnum stað á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eitt er gleðilegt, sem ég ætla að benda á fyrst ég er að tala um sjúkrabílana og þeir eru undir þessum lið, að við erum jú að fá fullt af nýjum sjúkrabílum. Ég legg ekki meira á ykkur. Bara fullt af nýjum sjúkrabílum sem er alveg frábært. Þeir kostuðu jafnvel helmingi minna en ráð var fyrir gert þannig að við erum smám saman að fara að endurnýja flotann. En sjáið þið til, hér erum við að leggja 400 milljónir undir í áttina að því að reyna að tryggja líf og limi fólks á landsbyggðinni betur en orðið er. Hvernig tekur þingheimur í það?