150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:41]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegur forseti. Alltaf gaman að vera í minni hluta hér. Það er alveg sama hvernig tillögur koma fram, þær eru náttúrlega kolfelldar og sennilega líka þessi, alveg sama hversu mikill vandinn er. Hér er undir hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta og hjúkrunar- og dvalarrými, frekar en ekkert. Við erum hér að reyna að berjast við rekstrarvanda á hjúkrunarheimilum. Við erum að kalla eftir stuðningi. Við viljum frekar hætta að spara aurinn og fleygja krónunni með því að vera með tugi eldri borgara í úrræðum inni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sem eru engin úrræði, vegna þess að við höfum ekki búsetuskilyrði fyrir þá annars staðar. Hér erum við að tala um 2 milljarða kr. til að koma til móts við þennan mikla rekstrarvanda því betur má ef duga skal. Það liggur við að ég biðji um nafnakall en ég er að hugsa um sleppa því vegna þess að það tekur því ekki, þið eruð brosandi yfir þessu öllu saman.