150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hæstv. ríkisstjórn og hv. stjórnarþingmenn bregðast barnafjölskyldum í landinu með lágum fjárveitingum til barnabóta og grimmum tekjuskerðingum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um hækkun barnabóta og breytt viðmið. Tillögur okkar eru um að draga úr tekjuskerðingum líkt og gerist í hinum norrænu ríkjunum. Hæstv. ríkisstjórn leitar hins vegar að fyrirmyndum í þessum efnum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Að tillögu stjórnarflokkanna byrja barnabætur að skerðast við 325.000 kr. á mánuði á næsta ári og vegna tekjuskerðingarinnar fær barnafólk með rétt um meðaltekjur engar barnabætur. Þrátt fyrir ótvíræð jöfnunaráhrif barnabóta hefur kerfið fengið að grotna niður undanfarin ár og núna í boði hv. þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.