150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:59]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér erum við að leggja til töluvert mikla hækkun, upp á 1,3 milljarða, í Fæðingarorlofssjóð og sem betur fer. Það hljóta að teljast gleðifréttir að það þurfti að bæta í vegna þess að okkur er að fjölga. Fólk er að eiga fleiri börn og fleiri sækja í sjóðinn. Hér undir er auðvitað líka að við erum að fjölga mánuðunum í orlofi og við erum að hækka greiðslumarkið þannig að ég held að allir ættu að vera mjög jákvæðir gagnvart þessu og greiða atkvæði með þessari tillögu því við hljótum öll að vilja barnafólki sem allra best hvað þetta varðar.