150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:02]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmanni sem hér talaði. Mér finnst mikilvægt að þessi verkefni fái styrkari sess hjá ráðuneytunum. Við gerð síðustu fjárlaga beindum við því til félags- og barnamálaráðherra að hann tæki undir sinn verndarvæng Aflið á Akureyri sem gegnir sambærilegu hlutverki og Stígamót gera í Reykjavík, afar mikilvægt starf. Það á ekki að þurfa að koma með betlistaf til fjárlaganefndar á hverju ári og ég vona að við náum árangri á þessu ári. Ég ætla ekki að tefja þessa atkvæðagreiðslu lengi með því að koma oft upp, en á eftir erum við líka að greiða Grófinni á Akureyri styrk og Samtökunum '78 sem eru sérdeilis mikilvæg samtök sem vinna mikið og öflugt starf. Þau sóttu um til okkar núna í fyrsta skipti, ekki síst vegna þess að við samþykktum lög um kynrænt sjálfræði, sem skiptir miklu máli og verður væntanlega til þess að starf þessara samtaka verður enn öflugra.