150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er verið að bæta því við að endurlána allt að 5 milljörðum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna Menntasjóðs námsmanna. Í þessu fjárlagafrumvarpi er verið að taka 3 milljarða frá LÍN, hann verður að nota eitthvað af eigin fé til að standa undir sér. Svo varð einhver hringavitleysa með 3, 4 eða 5 milljarða sem var varpað fram og til baka. Fyrst voru teknir þrír, svo gefnir fjórir og svo eru fimm til viðbótar settir inn í lánasjóðinn. Þetta er rosalega skrýtið. Ég átta mig ekki alveg á þessari hringavitleysu. Þetta leit dálítið út eins og það væri bara verið að raða tölunum til að vera alla vega nær núllinu. Þrír í mínus, fjórir í plús, fimm í mínus? Þetta virkar ekkert, virðulegur forseti. Ég hlakka til þess að sjá þetta í eftirfylgni með framkvæmd fjárlagavinnu hjá fjárlaganefnd því þetta er eitt af þeim málum þar sem liggur alveg skýrt fyrir hvað er verið að reyna að gera og það verður rosalega áhugavert að fylgjast með því hvernig það virkar í framkvæmd.