150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:19]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Meiri hluti fjárlaganefndar gerir nokkrar breytingartillögur í 6. gr. heimildum. Ég vil fagna sérstaklega þeirri sem kemur ný inn, tillögu 6.25, að leigja eða kaupa húsnæði sem nýtist sem stækkun á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Ég fagna þessu náttúrlega gríðarlega mikið.