150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

Landsvirkjun og upplýsingalög.

[15:31]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir að varpa ljósi á þetta, þ.e. þessar undanþáguveitingar. Ég er samt ekki alveg sannfærður um hvað það er, t.d. í þeirri fyrirspurn sem lögð var fram, sem varðaði kostnað Landsvirkjunar af því að undirbúa sæstreng. Ég get ekki séð betur en að svar Landsvirkjunar bendi til þess að fyrirtækið hafi verið í samræðum eða samningaviðræðum við ótilgreinda aðila um að leggja hér sæstreng. Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvernig henni hugnast það að ríkisfyrirtæki sé að semja með þeim hætti eða vinna að samningum um það mál. Nú veit ég ekki hvort Orkuveitan eða einhverjir aðrir hafi hug á að leggja sæstreng þannig að ég get ekki alveg séð fyrir mér hvar samkeppniselementið liggur í þessari fyrirspurn minni. Mig langar að biðja hæstv. forsætisráðherra að varpa aðeins ljósi á það fyrir mig ef hún getur.