150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[17:11]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Já, þetta er í rauninni viðbót. Þegar greinargerðin með frumvarpinu er lesin sést ágætlega að markmiðið með frumvarpinu og þeim breytingum sem hér er verið að gera er að leggja af hina svokölluðu opnu tollkvóta sem var ætlunin að ráðherra ráðstafaði þegar það væri skortur á markaði. Mat ráðuneytisins við vinnslu þessa máls var á þann veg að innlend framleiðsla og tollkvótar sem fyrir lágu í nautakjöti, kjúklingakjöti, dygðu eins og þetta liggur fyrir og þyrfti ekki kvóta þar á en hins vegar væri staðan í framleiðslu á svínakjöti á þann veg að innlend framleiðsla og tollkvótar dygðu ekki til að anna þörfinni fyrir það sem þarna er nefnt svínasíður og því er þessi viðbót til að dekka neysluna á þeirri framleiðslu. Hún er tekin með þeim hætti að við metum það á þann veg að það þurfi að vera 400 tonna heimild í innflutningi á svínasíðum til að geta annað þeirri eftirspurn sem eftir þeirri framleiðsluafurð er. Annað er lokað í eigin framleiðslu og þeim kvótum sem fyrir liggja og ef menn vilja eitthvað fara fram úr því þá er einfaldlega fullur tollur.