150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

biðlistar í heilbrigðiskerfinu og samstarf við einkaaðila.

[15:26]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Mér finnst ákveðin mótsögn í því fólgin að kvarta undan því að við séum að borga fyrir ferðir á sjúkrahús í útlöndum og segja síðan að við ætlum að bæta við fjárheimildum til að gera hið sama á Íslandi. Er þá ekki nær að hætta að borga fyrir ferðirnar til útlanda og nota þann sama pening í að gera aðgerðina á Íslandi? (Gripið fram í.) Þá þarf enga viðbótarfjárheimild. Annars er þessi fjárlagatillaga Miðflokksins dálítið í anda annarra tillagna sem hafa komið hér fram undir yfirskriftinni: Báknið burt. Heildartillögur Miðflokksins í tengslum við fjárlagagerðina voru upp á rétt u.þ.b. 2 milljarða í 1.000 milljarða fjárlögum, þar sem 10 milljarðar telja 1%. (Gripið fram í.) Það er þá um 0,2% sem Miðflokkurinn er að hreyfa við fjárlögum til að losna við báknið.