150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna sem var eitthvað á þá leið hvort farið hefðu fram sérstakir fundir. Það voru engir formlegir fundir haldnir. Fyrst vil ég segja að öll erindi, fjárbeiðnir og erindi, sem koma inn til fjárlaganefndar eru öll skráð á vegum nefndarinnar og send áfram á þá ráðherra hvar ábyrgðin liggur. Svo köllum við eftir sérstökum svörum við þessum erindum frá ráðuneytum. Við vorum fyrst og fremst að kalla eftir því hvar það lægi í ráðuneytinu, hvernig væri með þau, því að við fengum ekki formleg svör við öllum þeim erindum. En það voru engir formlegir fundir. Ég get komið inn á það aftur í síðara andsvari.