150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni fyrir spurninguna. Fyrst er að segja um það sem snýr að embætti héraðssaksóknara að þar erum við með heildarfjárheimild upp á rúmlega 1 milljarð. Það er mjög öflug stofnun með 51 starfsmann og ýmis mál sem koma þar inn á borð. Ég get alveg svarað því hratt að ekki hefur borist formlegt erindi eða beiðni til fjárlaganefndar vegna einhverra tiltekinna mála. Við erum með mjög burðuga stofnun sem tekst á við mörg ólík og misflókin mál. Þess utan erum við með embætti í skattrannsóknum sem eru með miklar fjárheimildir.

Hv. þingmaður kom líka inn á varasjóði en það er ekki varasjóður (Forseti hringir.) sem tengist þessum málaflokkum hjá héraðssaksóknara. Hins vegar er hann hjá skattembættunum, 77 milljónir.