150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna og andsvarið. Hv. þingmaður fór ágætlega yfir lög um opinber fjármál og þá grein sem fjallar um almenna varasjóðinn. Það er rétt. Hér er vísað í nefndaráliti meiri hlutans í almenna varasjóðinn og hvað er inni á almenna varasjóðnum á þessu ári og það er mikill munur þar á og það veit hv. þingmaður, þó að hann lesi lögin margoft er munur á þessu ári. Á þessu ári er þetta ófyrirséð, óhjákvæmilegt og tímabundið. Það er bara þannig. Við erum ekki að tala um 2020. Það stendur ekki í nefndarálitinu. Það þarf að fara rétt með. Það er mikill munur á þessu þó að við lesum lögin upp margoft. Það er ekki rétt að varasjóður málaflokksins sé tómur. Það er enginn varasjóður, það er bara val ráðherra.