150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kemur skýrt fram í nefndaráliti meiri hlutans að sérstaklega þurfi að framlengja frítekjumark öryrkja sem er 109.600 kr. Það kemur skýrt fram að þetta er óbreytt frá 2009. Þeir segjast ætla að skoða það 2020. Mig langaði bara að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta ekki verið uppfært? Ef þetta væri uppfært í dag væri frítekjumarkið vel yfir 200.000 kr. Það er eiginlega óskiljanlegt að það skuli hafa verið látið óbreytt frá 2009, og svo velt yfir á næsta ár.