150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ég veit að hann er að vísa til frítekjumarks, að það hafi ekki hækkað. Ég myndi halda að það ætti þá að gerast í tengslum við einhverjar heildarbreytingar sem við höfum talað um í þessum málaflokki þó að þær séu ekki lagðar til hér. Ég myndi reikna með því að það kæmi í heildarsamhengi við aðrar breytingar í málaflokknum.