Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:58]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér talaði áðan hæstv. forsætisráðherra, sú hin sama og fylgdi ríkisstjórnin úr hlaði með þeim orðum að hún ætlaði að skapa betri sátt, meira samráð og auka virðingu Alþingis. Og hvað gerist? Hún hunsar Alþingi og ætlar að láta hæstv. dómsmálaráðherra og hæstv. fjármálaráðherra ákveða hvort, hvenær og hve mikið á að láta í rannsóknirnar. Fari svo að tillaga okkar verði ekki samþykkt hér í dag ætla ég að segja við meiri hluta fjárlaganefndar, sem ekki lagði fram neina slíka tillögu og þau sem hafna henni: Undirlægjuháttur.