Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:02]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er nú fyrst ástæða til að geta þess að miðað við aðstæður og þróun í efnahagsmálum erum við að skila alveg einstaklega góðum fjárlögum þar sem leitað er jafnvægis milli þess að verja fjármunum, og í mörgum tilvikum auknum fjármunum, til mikilvægra sameiginlegra verkefna þjóðarinnar en um leið að draga úr álögum og þá ekki síst á þá sem mest þurfa á því að halda, á þá sem eru með meðaltekjur og þar undir. Ég held að í öllum þeim hamagangi og stóryrðaflaumi sem gengur hér í dag megi þetta ekki gleymast. Stóru línurnar í fjárlagafrumvarpinu eru jákvæðar. Okkur tekst við erfiðar aðstæður að sigla skipinu vel, sigla fram hjá mörgum skerjum sem eru á leiðinni. Við erum á réttri leið með þetta og við erum að skila góðum árangri með þeim fjárlögum sem liggja fyrir.