Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:06]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi fjárlög eru mjög góð. Það er tvennt sem mig langar til að nefna. Í fyrsta lagi er það þannig að við fórum í aðgerðir varðandi nýliðun kennara, við settum 220 milljónir í það og hvað er búið að gerast? Það er stórsókn í það að fleiri vilji fara í kennaranám, yfir 50% aukning á milli ára. Næst langar mig að nefna það að við fórum í bókastuðning. Hvað er búið að gerast á þessum stutta tíma? 47% aukning í útgáfu barnabóka og lestur í landinu er að aukast.

Þarna nefni ég tvær aðgerðir sem eru mjög vel miðaðar og skila strax árangri. Þetta er ríkisstjórn sem fer í málin og við sjáum árangurinn nánast strax. Ég er mjög stolt af þessu, ég er mjög stolt af því hvað við erum að gera og þess vegna greiði ég að sjálfsögðu atkvæði með þessum fjárlögum og því hvernig við erum að gera hlutina.