Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég held að það sé verulegt áhyggjuefni, og það nær út fyrir þetta hús, hvernig hæstv. ráðherrar og hv. stjórnarþingmenn túlka lög um opinber fjármál, lög sem við settum hérna sjálf sem ramma utan um störf okkar. 24. gr. um almenna varasjóðinn er mjög skýr og á hana ber að horfa þröngt.

Meiri hluti fjárlaganefndar beygir sig undir það sem ráðherrar segja og túlkun ráðherra á lögum um opinber fjármál. Hv. fjárlaganefnd á að vera til eftirlits og aðhalds en ekki að beygja sig undir túlkun ráðherra á lögum um opinber fjármál. Það er augljóst að ef þeirra leið verður farin erum við að brjóta þær reglur (Forseti hringir.) sem við höfum sett okkur hér sjálf. Það er til skammar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)