Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:12]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar við samþykkjum nú fjárlög fyrir árið 2020 blasir við okkur góður afrakstur ábyrgrar fjármálastjórnar síðustu ára. Það skiptir nefnilega máli að búa í haginn þegar vel árar, það skiptir máli að greiða niður skuldir þegar tækifæri gefast og það skiptir máli að sýna ráðdeild þegar vel árar. Þannig höfum við á liðnum árum búið í haginn svo mögulegt sé að bregðast við breyttum aðstæðum án þess að hefja skuldasöfnun. Skynsamleg fjármálastjórn gefur okkur nú tækifæri til að bregðast rétt við þegar hægir á í hagkerfinu. Í krafti sterkrar stöðu ríkissjóðs getum við enn bætt við þarfa fjárfesting í innviðum, nú þegar það skiptir mestu máli í hagsveiflunni. Við höldum áfram að byggja upp grunnþjónustu ríkisins og aukum framlög til mikilvægra málaflokka og síðast en ekki síst gefur þessi sterka staða okkur tækifæri til að horfa fram á veginn og styðja myndarlega við menntun, rannsóknir og nýsköpun því að þannig leggjum við (Forseti hringir.) grunn að styrkari stoðum samfélagsins til framtíðar.