Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:17]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér hefur hæstv. ríkisstjórn staðfest og heitið því að stofnunum sem sinna skatta- og efnahagsbrotum verði gert kleift að standa undir útgjöldum, ófyrirséðum og óhjákvæmilegum. Þær stofnanir sem um ræðir — gleymum því ekki — og við erum að samþykkja heimildir til hafa úr rúmlega 5 milljörðum að spila á næsta ári og 307 manna öflugum hópi sérfræðinga. Það er eðlilegast, rökréttast og í samræmi við lögin og lögin gera beinlínis ráð fyrir að áður en aflað er nýrra heimilda að leita úrræða sem lögin mæla fyrir um og beita fjárstjórnartækjum þeirra. Þannig er þetta og þannig er í pottinn búið. Að halda því hér fram að einhver sé að fara gegn lögunum og brjóta þau er alvarlegt. [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Er það ekki alvarlegt ef það er rétt?)