Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hv. þm. Björn Leví Gunnarsson hefur stundum í dag talað um hliðarveruleika sem hann hefur haft áhyggjur af því að lifa í. Ég verð að segja að óháð því hvernig er með hv. þm. Björn Leví Gunnarsson finnst mér hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir lifa í einhverjum hliðarveruleika. Ég fæ ekki betur séð af orðum hennar en að hún hafi fullkomlega ímyndað sér einhverja atburðarás sem á sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum og verður að taka málflutning hennar út frá því sjónarmiði. Þessi ræða sem hv. þingmaður flutti hérna — [Hlátur í þingsal.] Ég er yfirleitt ekki sá sem tekur stórt til orða í umræðum í þinginu en þessi ræða var rugl. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Heyr, heyr.)