Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:36]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga gengur út á það að veita 10 millj. kr. til félags frumkvöðla og hugvitsmanna og félags kvenna í nýsköpun en meðlimir eru rúmlega 300 talsins. Þessi félög hafa ekki fengið neinn stuðning frá hinu opinbera þrátt fyrir að mikilvægi þeirra sé rækilega tíundað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ráðuneyti nýsköpunar hefur sagt að ekki séu neinir styrkir í boði til hagsmunasamtaka frumkvöðla og hugvitsfólks, hvað þá kvenna í nýsköpun. Það er með ólíkindum, herra forseti, á sama tíma og heilt ráðuneyti hefur þennan málaflokk á sinni könnu. Gleymum því ekki að á næsta ári á að halda hátíð kvenna í nýsköpun og ríkisstjórnin er úti á túni í þeim mikilvæga málaflokki.

Ég segi já.