150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ríkisstjórnin bannaði hv. fjárlaganefnd að verða við beiðni héraðssaksóknara um nauðsynlegt fjárframlag til embættisins vegna hins gríðarstóra Samherjamáls sem nú hefur — [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.)

Enn einu sinni erum við komin í það að stjórnarliðar hafa ekki stjórn á skapi sínu og það er spurning hvort — (Gripið fram í: Þetta er þvættingur.)

(Forseti (GBr): Forseti óskar eftir því að þingmaður fái frið til að tjá sig (Gripið fram í.) undir þessum lið.)

Herra forseti. Nú hefur ríkisstjórnin lagt hv. fjárlaganefnd línurnar varðandi það hvort leggja megi fram breytingartillögu á Alþingi Íslendinga sem fer með fjárveitingavaldið til að héraðssaksóknari geti fengið nauðsynlegt fjárframlag eins og héraðssaksóknari hefur óskað eftir. Hv. fjárlaganefnd fékk ekki að leggja fram breytingartillögu þess efnis. Það að hafna nauðsynlegri fjárheimild til embættis héraðssaksóknara (Forseti hringir.) var fyrirsjáanlegt af Sjálfstæðisflokknum, mögulega kannski af Framsóknarflokknum en að Vinstrihreyfingin – grænt framboð skuli gengin svo í björg að hún hafni því vekur athygli mína.

Ég segi já.