Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þessi atkvæðagreiðsla hefur tekið langan tíma og mér dettur í hug saga af því þegar útlendingur sem var hér á ferðalagi spurði vin minn hvernig stæði á því að Íslendingar gæfu alltaf stefnuljós þegar þeir væru komnir í beygjuna. Hann vissi það ekki en sagði að það væri sennilega vitnisburður um sagnfræðiáhuga Íslendinga.

Og hér erum við að upplifa það sama. Fyrir liggur beiðni frá héraðssaksóknara. Hann telur sig þurfa peninga og hér höfum við einstakt tækifæri til að verða við því. Löggjafinn getur ákveðið að hann hafi fjárveitingavaldið en í stað þess, kannski af því að okkur líður svo óskaplega vel með að vera dálitlir trassar, ætlum við að láta eins og ekkert sé. Svo ætlum við að láta hæstv. fjármálaráðherra ákveða eftir hendinni hvernig peningum verður útdeilt og svo ætlum við að samþykkja upphæðina eftir á. Þetta er kostulegt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Forseti hringir.)

Ég segi já.