150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:14]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Embætti landlæknis hefur sagt að auka þurfi afköst í liðskiptaaðgerðum og að stytta þurfi langa biðlista. Legurýmaskortur og mönnunarvandi á Landspítalanum stendur fjölgun liðskiptaaðgerða fyrir þrifum. Það er því ekki svigrúm til að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landspítalanum. Langur biðtími dregur úr hagkvæmni aðgerðanna og hefur áhrif á lífsgæði sjúklinga.

Breytingartillaga þessi gengur út á það að Sjúkratryggingar Íslands fái 200 millj. kr. aukalega gagngert til þess að semja við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu um liðskiptaaðgerðir. Ég hvet þingheim til að styðja þessa góðu tillögu sem er fullfjármögnuð, sérstaklega vini mína í Sjálfstæðisflokknum sem fá nú kærkomið tækifæri til að standa með einkaframtakinu, sjúklingum til hagsbóta.

Ég segi já.