150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:31]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Þessi breytingartillaga er viðleitni til að biðlistar inn á sjúkrahúsið Vog fari að styttast. Þróunin síðustu ár hefur verið á þann veg að biðlistarnir eru sífellt að lengjast og eru núna komnir í yfir 700 manns. Breytingartillagan sem við í Miðflokknum leggjum hér fram hljóðar upp á 50 milljónir og er fullfjármögnuð. Hv. þingmönnum ætti því að vera í lófa lagið að samþykkja hana með því að styðja á græna takkann.

Það er forvörn fyrir börn og aðstandendur fíkla og alkóhólista að sjá veikan fjölskyldumeðlim komast í meðferð og snúa lífi sínu við, sjálfum sér, fjölskyldu sinni og þjóðfélaginu öllu til framdráttar og farsældar.