150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Íslendingar hafa það auðvitað mjög gott að meðaltali en bara að meðaltali og það eru einfaldlega allt of margir í þessu landi sem hafa það skítt, og mjög skítt. Þetta er vissulega dýr tillaga en við stöndum hins vegar frammi fyrir grundvallarspurningu: Viljum við tryggja öllum lágmarkslaun eða ætlum við t.d. að dæma börn sem fæðast fötluð og fyrirséð er að muni aldrei geta verið á vinnumarkaði til fátæktar alla ævi? Ég held að við getum ekki verið samþykk því. Það er ómannúðlegt, í því felst ekkert réttlæti og það verður á endanum miklu dýrara fyrir samfélagið að gera það ekki.

Ég bið ykkur, förum saman í það að finna fjármuni til að tryggja að enginn verði (Forseti hringir.) undir lágmarkslaunum í landinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)