150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:35]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn hefur alveg frá stofnun talað fyrir bættum kjörum öryrkja. Miðflokkurinn er með tvær breytingartillögur við frumvarpið sem snúa að stuðningsstörfum til handa öryrkjum og hækkun á frítekjumarki.

Að baki þessari tillögu stendur góður hugur en því miður sjáum við ekki að fjármögnun sé raunhæf og reyndar hefur hún ekki verið kynnt svo neinu nemi þannig að við greiðum ekki atkvæði með henni.