Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:39]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Það er svo sannarlega rétt að þessi hópur situr eftir enn eina ferðina og nýtur ekki sambærilegrar kjaraþróunar og annað fólk á almennum vinnumarkaði eða opinberum vinnumarkaði. Þetta er góð tillaga en því miður, þessi ásamt annarri samhljóða hljóða samtals upp á 38 milljarða sem ekki eru fjármagnaðir. Staðreyndin er einfaldlega sú að ríkisstjórnin er búin að brjóta sparibaukinn og hrista síðustu krónuna úr og það er ekki til fjármagn fyrir þeirri tillögu sem hér liggur fyrir án þess að ráðast í umtalsverðar skattahækkanir sem við í Viðreisn getum ekki stutt. Þess vegna sitjum við hjá við þessa atkvæðagreiðslu þó að tillagan sé vissulega góðra gjalda verð.