Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:41]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Hér er á ferðinni tímamótatillaga sem snýr að því að skilja engan aldraðan Íslending eftir undir lágmarkslaunum. Þetta er tillaga sem er svo sjálfsögð í landi sem er í hópi ríkustu landa heims. Þetta er tillaga sem vel má fjármagna með skynsamlegri og réttlátri skattstefnu. Þetta er tillaga sem hægt er að samþykkja með breyttri forgangsröðun þar sem við byrjum á öldruðum og öryrkjum en ekki á stórútgerðarmönnum. Þetta er dýr tillaga sem kostar þó einungis einn fjórða af því sem stórútgerðarmenn hafa greitt sjálfum sér í arðgreiðslur frá árinu 2010. Þetta er tillaga sem kostar jafn mikið og það sem einn útgerðarmaður gekk út með þegar hann seldi hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtæki sem byggir auð sinn á nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Einn maður eða 40.000 eldri borgarar?