Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Alþingi er með fjárveitingavaldið. Þess vegna er það óboðlegt þegar ríkisstjórnin kemur með fjárlög sem ekki er hægt að sundurliða á nægilega góðan hátt til að þingið og þingmenn viti í hvað allir þessir milljarðar fara, hægri, vinstri. Þess vegna get ég ekki tekið þátt í að samþykkja eða greiða þessu frumvarpi atkvæði mitt eða sitja hjá einu sinni. Þess vegna verð ég að hafna því. Ég tel að ekki sé verið að fara eftir lögum um opinber fjármál. Ég tel að verið sé að gefa ríkisstjórninni og ráðherrum geðþóttavald yfir fjárheimildum sem Alþingi er með umráð yfir samkvæmt stjórnarskrá.

Ég segi nei.