150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:54]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég vil í lokin þakka aftur fjárlaganefnd og formanni hennar, hv. þm. Willum Þór Þórssyni, fyrir faglega vinnu. Þetta eru góð fjárlög. Ég hef líka tekið eftir því, bæði við atkvæðagreiðsluna við 2. umr. og aftur í dag, þegar hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson kom hingað upp, að það var aðeins einn flokkur sem ekki tók undir nokkra tillögu ríkisstjórnarinnar í gegnum allan tillöguflutninginn. Það var Samfylkingin. (Gripið fram í: Það er ekki rétt.) Ekki eina einustu. (Gripið fram í.) Annað atriði sem ég hef tekið eftir í atkvæðaskýringum er að stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna. Það segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar og styðja það að fjárlögin eru frábær.